Styrktarsjóður Guðmudu Andrésdóttur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Styrktarsjóður Guðmudu Andrésdóttur

Kaupa Í körfu

Myndlist | Fyrsta úthlutun úr sjóði Guðmundu Andrésdóttur Úthlutað var í fyrsta sinn í gær styrkjum úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur listmálara. Sjóðurinn var stofnaður með erfðaskrá Guðmundu, en hún lést í septembermánuði árið 2002, og er hann í varðveislu Listasafns Íslands. Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur er stærsti sjóður sinnar tegundar á Íslandi, og nemur styrkupphæðin nú í fyrstu úthlutun þremur milljónum króna, sem skiptist milli tveggja ungra myndlistarmanna. Þau sem njóta styrkja úr sjóði Guðmundu nú eru Huginn Þór Arason og Elín Hansdóttir. Elín fær styrkinn til framhaldsnáms við Kunsthochschule Berlin-Weissensee í Berlín og Huginn Þór fær styrkinn til framhaldsnáms við Akademie der Bildenden Künste í Vín. MYNDATEXTI: Tveir ungir myndlistarmenn, Elín Hansdóttir og Huginn Þór Arason, fengu fyrstu styrkina sem úthlutað er úr styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar