Á skaki

morgunblaðið/Alfons Finnsson

Á skaki

Kaupa Í körfu

SJÓMENN verða oft ánægðir er þeir fá vænan fisk eins og Freyr Jónsson, sem rær á Ólöfu Ríku frá Grundarfirði. Gat Freyr ekki stillt sig og lyfti þessum fallega þorski á loft svo hægt væri að festa þá á filmu. Var Freyr ánægður með aflabrögð dagsins en hann hafi náð sér í 500 kg á skömmum tíma, og þykir það ágætis afli á dag í Breiðafirðinum því aflabrögð hafa farið minnkandi og er nánast ördeyða á víkinni við Ólafsvík. Því þurfa handfærabátar að sækja langt eftir þeim gula.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar