Landsmót UMFÍ 2004

Landsmót UMFÍ 2004

Kaupa Í körfu

Það var mikið grillað á Sauðárkróki á laugardagskvöldið enda marga munna að metta þegar ríflega tólf þúsund manns koma saman. Þegar rölt var um tjaldstæðið var alls staðar verið að grilla, mismikið og misjafnan mat en við samkomutjald UMSK var mikið fjör. Þar stóðu þeir Sigurður, Einar og Finnbogi vaktina við grillið og sáu um að grilla lambakjöt ofan í 300 keppendur og vandamenn félagins. Þeir báru sig fagmannlega að en höfðu á orði að oft væri rauðvín við höndina þegar grillað væri heima fyrir: "En að sjálfsögðu ekki á landsmóti," sagði Einar kampakátur um leið og hann skellti lambasneið númer 128 á grillið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar