Hljómsveitin Metallica í Egilshöll

Hljómsveitin Metallica í Egilshöll

Kaupa Í körfu

METALLICA er móðins á Íslandi en æði virðist hafa gripið landsmenn í kjölfar stórbrotinna rokktónleika sveitarinnar í Egilshöll fyrir skömmu. Því til sönnunar á Metallica sex plötur á listanum þessa vikuna. St. Anger er hástökkvari vikunnar og að auki er að finna á listanum plöturnar Metallica, Kill 'Em All, Master of Puppets, Ride the Lightning og S&M. Já, þeir eru eflaust margir sem stilla nú hljómflutningstæki heimilisins á hæsta styrk og minnast ógleymanlegra tónleika í Egilshöll.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar