Orkuveita Reykjavíkur

Árni Torfason

Orkuveita Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Stöðvarhús nýtt fyrir ferðaþjónustu ORKUVEITA Reykjavíkur keypti í gær tvo 40 MW hverfla til að framleiða rafmagn í nýrri virkjun á Hellisheiði. Kosta hverflarnir, ásamt rafölum, eimsvölum, kæliturnum og öðrum búnaði fyrir Hellisheiðavirkjun, 2,7 milljarða króna. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður, undirrituðu samninginn ásamt fulltrúum samstarfshóps Mitsubishi Heavy Industries og Mitsubishi Corporation frá Japan og Balcke Dürr frá Þýskalandi. MYNDATEXTI: Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, og Guðmundur Þóroddsson forstjóri skrifa undir samning um kaup á búnaði fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar