Hárið

Árni Torfason

Hárið

Kaupa Í körfu

ROKKSÖNGLEIKURINN Hárið var frumsýndur á föstudagskvöld fyrir fullu húsi en söngleikurinn vekur ætíð mikla athygli þegar hann er settur upp. Skemmst er að minnast þess þegar Hárið í leikstjórn Baltasars Kormáks sló eftirminnilega í gegn þegar það var sett upp í Íslensku óperunni árið 1994. Flestir kannast við þau lög sem hljóma í Hárinu enda eru þau fyrir margt löngu orðin sígild. Áhorfendur á sýningunni voru hæstánægðir og hylltu leikara í lok sýningar með miklu lófataki. MYNDATEXTI: Áhorfendur kunnu vel að meta frammistöðu leikara og klöppuðu þeim óspart lof í lófa að sýningu lokinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar