Götuleikhús í miðbænum

Þorkell Þorkelsson

Götuleikhús í miðbænum

Kaupa Í körfu

KÖKUR vekja alla jafna kæti á góðum eftirmiðdögum og ekki spillir ef þær eru bornar fram með smáskammti af sprelli. Að minnsta kosti virtist lundin léttast hjá gestum í þessu litla kaffiboði í miðbæ Reykjavíkur þegar gestgjafinn kom sprangandi með dýrindis tertu. Ekki fylgir sögunni hvort rjóminn hafi í raun verið þeyttur því þarna var Götuleikhús Hins hússins á ferð með eina af sínum skemmtilegu sumar-uppákomum. Í þetta skiptið sýndu þau gestum og gangandi hinar ýmsu birtingarmyndir fjölskylduástar og ekki spilltu veðurguðirnir stemmningunni því einmuna blíða fékk fjölda fólks til að leggja leið sína niður í bæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar