Góðgerðarmál

Góðgerðarmál

Kaupa Í körfu

Óvenjulegar sættir tókust milli bílaleigunnar Hertz og svissneskra hjóna ÓVENJULEGAR sættir tókust milli svissneskra hjóna og bílaleigunnar Hertz á Íslandi eftir að bíll sem þau leigðu af bílaleigunni varð fyrir tjóni og álitamál hvort það hefði átt sér stað á leigutímanum Skemmdir urðu á undirvagni bílsins sem kostaði 46 þúsund krónur að gera við og sátu Svisslendingarnir við sinn keip og sögðu um réttlætismál að ræða. Lögðu þau til að andvirði viðgerðarinnar rynni til góðgerðarmála í stað bílaleigunnar gegn því að Hertz gæfi eftir kröfur sínar og varð það niðurstaðan. Kom í opna skjöldu Arnar Jónsson, rekstrarstjóri bílaleigunnar Hertz, segir að hugmyndir hjónanna hafi komið sér svo í opna skjöldu að hann hafi ákveðið að slá til. Hann útilokar ekki að þessi leið verði farin oftar ef upp koma álitamál og leigutakar vilja greiða til góðgerðarmála en ekki bílaleigunnar. Myndin var tekin í gær þegar Erwin og Katharina Riesen frá Sviss afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, forsvarskonu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, upphæðina, 46 þúsund krónur, sem annars hefði kostað að gera við bílinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar