Merktur Skötuselur

Alfons Finnsson

Merktur Skötuselur

Kaupa Í körfu

SKÖTUSELUR á það til að bregða sér langt upp í sjó þegar svo ber undir en fram til þessa hefur verið talið að þessi ófrýnilegi fiskur væri að mestu botnfiskur. Þetta kemur fram í rannsókn sem Hafrannsóknastofnun hefur nýverið lokið en í henni voru 20 skötuselir merktir með rafeindamerkjum sem skrá ferðir fiskanna. Fyrsta merkið endurheimtist á dögunum norðvestur af Eldey. Sýndi merkið m.a. að á einum degi bregður skötuselurinn sér frá botni, um 117 metra dýpi, upp á 18 metra dýpi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar