Grásleppa

morgunblaðið/Alfons Finnsson

Grásleppa

Kaupa Í körfu

ÞEIR félagar Þorsteinn Bjarki Ólafsson og Pétur Erlingsson, sem róa á grásleppubátnum Guggu SH frá Grundarfirði, hafa stundað veiðar með grásleppunet nú í sumar og að sögn Péturs hefur veiðin glæðst mikið frá því að þeir hófu veiðar í vor. Hafa þeir verið að fá í um 2 tunnur af hrognum í róðri en alls eru þeir með 9 trossur. Þess á milli róa þeir með handfærabát. Á myndinni eru þeir að greiða þarann úr netunum sem vill gjarnan setjast í netinn þegar grunnt er lagt, en þeir voru að draga grunnt út af Búlandshöfðanum þegar þessi mynd var tekin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar