Stjórnmálafundur á Ísafirði
Kaupa Í körfu
"ÞAÐ er ævintýri að búa á þessari afskekktu eyju hér í norðurhöfum. Vestfirðir eru mikilvægur þáttur í þeirri heildarmynd sem gerir okkur að stoltum Íslendingum," sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra m.a. í setningarræðu ráðstefnunnar "Með höfuðið hátt" á Ísafirði í gærkvöld. Markmið ráðstefnunnar er að innleiða meiri bjartsýni í umræðu um byggðamál og leita lausna. Í fyrstu erindalotunni var fjallað um möguleika og nauðsyn menningarlífs fyrir smærri kaupstaði og dreifðar byggðir, auk þess að spurt var hvort og þá hvernig hægt væri að græða á menningu. Helstu niðurstöður þeirra umræðna voru á þá leið að menningarstarf getur bæði haft jákvæð áhrif á atvinnulífið með því að veita ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum stuðning og aukið jákvæðni og samheldni þeirra sem samfélagið byggja. Þá áorki menningarlega frjósamt samfélag meiru en ófrjórri samfélög. MYNDATEXTI: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra setti ráðstefnuna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir