Sumarhátíð Vinnuskólans

Jim Smart

Sumarhátíð Vinnuskólans

Kaupa Í körfu

RAPPARARNIR í Fokköpps sigruðu í hæfileikakeppni sem Vinnuskóli Reykjavíkur hélt á sinni árlegu sumarhátíð í gær. Sól og blíða, rokk, rapp og grillmatur handa unglingum í þúsundatali, allt var þetta til staðar í Laugardalnum í gær, að ógleymdum íþróttakeppnum af ýmsum tegundum. Á sumarhátíð Vinnuskólans fá nemendurnir að hvíla sig eftir annasamt sumar, þar sem þeir hafa unnið hörðum höndum að fegrun borgarinnar. Þess má geta að starfið í Vinnuskólanum felur ekki bara í sér garðavinnu og arfatínslu, heldur er unglingunum boðið upp á námskeið, m.a. nýbúafræðslu sem Alþjóðahúsið hefur annast. MYNDATEXTI: Rappið gekk eins og hnífur í smjör í mannfjöldann í Laugardalnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar