Söngvika

Þorkell Þorkelsson

Söngvika

Kaupa Í körfu

KÓRAMÓT stendur yfir þessa dagana í Kópavogi. Mótið, sem ber yfirskriftina "Söngvika", hófst á mánudag og stendur fram yfir helgi. Um 330 krakkar frá Evrópu og Kína á aldrinum 12-18 ára ásamt fylgdarliði eru hingað komin til lands til þess að taka þátt í námskeiðum og halda tónleika. Auk þess taka hátt í 70 íslensk ungmenni úr Skólakór Kársness og Kammerkór Biskupstungna þátt í mótinu. MYNDATEXTI: Þátttakendurnir á kóramótinu hittast á hverjum degi og syngja saman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar