Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson funda
Kaupa Í körfu
"VIÐ leysum þetta mál eins og við erum vanir að leysa mál," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra eftir fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í gær. Þar ræddu forystumenn ríkisstjórnarinnar stöðu fjölmiðlafrumvarpsins, sem er til meðferðar í allsherjarnefnd Alþingis og bíður þar afgreiðslu. Í máli þeirra eftir fundinn kom fram að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytingar á frumvarpinu né hvort það yrði dregið til baka. Verið væri að vinna að málinu innan allsherjarnefndar sem kæmi væntanlega ekki saman fyrr en eftir helgina. Þá væri hægt að afgreiða það til Alþingis. Davíð taldi þingmeirihluta fyrir frumvarpinu eins og það væri núna. MYNDATEXTI: "Við erum samstiga um að finna lausn," sagði Halldór Ásgrímsson.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir