Listaskóli barna

Svanhildur Eiríksdóttir

Listaskóli barna

Kaupa Í körfu

Börnin í Listaskóla barnanna í Reykjanesbæ fá þjálfun í bæði myndlist og leiklist Í blíðviðrinu á miðvikudag mátti sjá unga málarameistara munda pensilinn við Ægisgötu í Reykjanesbæ en þar voru á ferðinni nemendur í Listaskóla barna. Þau voru einbeitt við verkið og báturinn Baldur KE sem stendur á þurru landi við smábátahöfnina í Gróf var túlkaður á ýmsa vegum í verkum barnanna, allt eftir því hvað hver og einn sá. Þau voru fús að leyfa blaðamanni að fylgjast með vinnunni og áfjáð í að sýna afraksturinn. MYNDATEXTI: Úti: Nemendur í Listaskóla barnanna í Reykjanesbæ eru mikið úti við listsköpun. Hér eru þau að mála myndir sínar af Baldri KE.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar