Þróttur - Völsungur 1:2

Þróttur - Völsungur 1:2

Kaupa Í körfu

BARÁTTAN var allsráðandi þegar Völsungar frá Húsavík sóttu Þróttara heim á Valbjarnarvöllinn í gærkvöld. Þrátt fyrir þunga sókn Þróttara nær allan leikinn voru það gestirnir sem fóru með sigur af hólmi, 2:1. Sigurinn var Völsungum kærkominn eftir skrykkjótt gengi að undanförnu en þeir höfðu ekki unnið sigur í síðustu sex leikjum. Með sigrinum eru Völsungar nú í 8. sæti með jafnmörg stig og Stjarnan sem á leik til góða. Þróttarar sitja svo þar fyrir ofan, í 7. sæti. MYNDATEXTI: Jóhannes Gunnarsson, varnarmaður Völsungs, stöðvar hér Frey Karlsson úr liði Þróttar á Valbjarnarvelli í gær, þar sem Húsvíkingar höfðu betur gegn Reykjavíkurliðinu, 2:1.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar