Allsherjarnefnd - stjórnarandstaðan fundar

Árni Torfason

Allsherjarnefnd - stjórnarandstaðan fundar

Kaupa Í körfu

Stjórnarandstaðan sögð óttast farsæla lendingu "VIÐ hugðumst leggja til að allsherjarnefnd afgreiddi ekki frá sér frumvarp ríkisstjórnarinnar sökum þeirra sterku álitamála varðandi stjórnarskrá sem fjölmiðlafrumvarpinu tengjast. Hins vegar var það álit allra sem fyrir nefndina komu að það væri engin óvissa um að frumvarp stjórnarandstöðunnar, um þjóðaratkvæðagreiðslu 14. ágúst án nokkurra takmarkandi skilyrða, stæðist stjórnarskrá," segir Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, spurður um hvað fulltrúar stjórnarandstöðunnar ætluðu að leggja til í allsherjarnefnd í gær. "Tillaga okkar átti því að vera sú að allsherjarnefnd afgreiddi það frumvarp frá sér." MYNDATEXTI: Össur Skarphéðinsson mætir á fund fulltrúa stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd í gær. Var vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar harðlega mótmælt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar