Laugarvatnsvellir

Sigurður Sigmundsson

Laugarvatnsvellir

Kaupa Í körfu

Hestamenn njóta sumarsins þessa dagana eins og aðrir landsmenn. Fréttaritari Morgunblaðsins var staddur við Laugarvatnsvelli, sem er valllendi um 5-6 kílómetra vestan Laugarvatns á leiðinni milli þess og Þingvalla um Gjábakkaveg. Um þá var fjölfarin leið að fornu og venjulega áð þar eða gist. Þar náði hann mynd af nokkrum hestamönnum og reiðskjótum þeirra sem mættu honum á sólríkum degi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar