Allsherjarnefnd - fjölmiðlafrumvarpið

Brynjar Gauti

Allsherjarnefnd - fjölmiðlafrumvarpið

Kaupa Í körfu

Nýtt frumvarp um fjölmiðla verði undirbúið fyrir haustþing *Áfall fyrir formenn stjórnarflokkanna, segir stjórnarandstaðan *Alger samstaða um þessa niðurstöðu, segja stjórnarliðar MEIRIHLUTI allsherjarnefndar leggur til að komið verði á fót hið fyrsta nefnd skipaðri fulltrúum allra stjórnmálaflokka til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hún eigi einkum að fjalla um I. og II. kafla hennar og haga störfum sínum á þann veg að Alþingi geti afgreitt breytingar þar að lútandi á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem afgreitt var úr allsherjarnefnd í gær. Hefst önnur umræða um frumvarpið klukkan hálftvö á Alþingi í dag. Útbýtingarfundur var haldinn klukkan sjö í gærkvöld. Breytingartillaga við fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á fundi nefndarinnar. Felur tillagan í sér að engin lög um fjölmiðla verði sett á þessu sumarþingi og núgildandi lög falli brott eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þá er kveðið á um skipulag útvarpsréttarnefndar. MYNDATEXTI: Allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi fjölmiðlafrumvarpið frá sér í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar