Kringilsárrani

Brynjar Gauti

Kringilsárrani

Kaupa Í körfu

ÓMAR Ragnarsson fréttamaður kynnti nýja bók sína, Kárahnjúkar - með og á móti, blaða- og fréttamönnum á allnýstárlegan hátt í gær. Flogið var á virkjunarsvæði Kárahnjúka og lent á rennisléttri flugbraut frá náttúrunnar hendi, við Sauðármel. Þaðan var fólk ferjað á flugvélum yfir á svonefndan Kringilsárrana sem annars er með öllu ófær en hann markast af Brúarjökli, Jökulsárdal og hinni vatnsmiklu Kringilsá. Í Kringilsárrana, sem var friðlýstur árið 1975, er varplendi heiðagæsar og þar er eitt stærsta hreindýrstarfastóð landsins saman komið, yfir 100 tarfar. Fjórðungur friðlandsins fer á kaf þegar vatni verður hleypt á Hálslón í tengslum við Kárahnjúkavirkjun í ágúst 2006. Þess má geta að "flugbrautin", sem lent var á í friðlandinu, verður þá á 80 metra dýpi. Þessi hópur heiðagæsar sást við Kringilsárrana í gær en gæsin er í sárum um þessar mundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar