Vatnsmælingar

Kristján Kristjánsson

Vatnsmælingar

Kaupa Í körfu

Þessa dagana er unnið að því að mæla vatnsrennsli í lækjum í Hlíðarfjalli. Lækirnir eru stíflaðir og yfirborðsrennslið svo mælt með ákveðinni aðferð. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, framkvæmdastjóra Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, VMÍ og forstöðumanns Skíðastaða, er verið að kanna hversu mikið vatn er í fjallinu og þá hvort það er nægilega mikið til snjóframleiðslu. Þótt eitthvað sé af leysingarvatni í lækjunum lofa fyrstu mælingar góðu, enda bullandi uppsprettur víða um fjallið. Mælingum verður svo haldið áfram fram á vetur enda færi snjóframleiðsla fram á síðustu og fyrstu mánuðum árs. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort hafin verði snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli en að sögn Guðmundar Karls er málið áfram til skoðunar. Einnig hefur verið unnið að því að jafna landslagið við skíðalyfturnar. MYNDATEXTI: Stíflur: Starfsmenn Skíðastaða fylgjast með Finni Aðalbjörnssyni verktaka stífla einn lækinn í Hlíðarfjalli. F.v. Magnús Þorsteinn Sigursteinsson, Bjarni Þór Benediktsson og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar