Í Slakka í Biskupstungum

Sigurður Sigmundsson

Í Slakka í Biskupstungum

Kaupa Í körfu

Í dýragarðinum í Slakka, sem finna má í Laugarási í Biskupstungum, hefur verið margt um manninn í sumar. Helgi Sveinbjörnsson í Slakka segir um 20 þúsund manns koma í heimsókn þá þrjá mánuði sem garðurinn er opinn á ári, og hann á von á að heimsóknum fjölgi enn frekar nú þegar opnaður hefur verið 350 fermetra púttvöllur, minigolfvöllur og veitingasalur í fyrrverandi gróðurhúsum í landi Slakka. Þar er einnig leikjasalur og annar salur með skjávarpa. "Það svæði er ætlunin að hafa einnig opið yfir vetrartímann og bjóða upp á veitingar sömuleiðis," útskýrir Helgi. MYNDATEXTI: Gleði: Leiktækin vekja mikla kátínu meðal gesta eins og sjá má.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar