Árni Steinn og Kristrún á Oddgeirshólum

Sigurður Jónsson

Árni Steinn og Kristrún á Oddgeirshólum

Kaupa Í körfu

Tólf ára drengur bjargaði lífi systur sinnar nærri Selfossi FJÖGURRA ára stúlka, Elín Inga Steinþórsdóttir, missti meðvitund vegna metangaseitrunar í fjósi á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi um hádegisbil í gærdag. Var snarræði 12 ára bróður stúlkunnar, Árna Steins Steinþórssonar, henni til lífs, er hann bjargaði henni undir bert loft. "Við komum inn í fjósið, og mér varð litið á nautgripina, sem margir litu ansi undarlega út. Sumir voru farnir að slefa, lágu á gólfinu og einhverjir orðnir meðvitundarlausir. Meðan ég var að athuga gripina hélt Elín áfram að leika sér, og var með kettlinginn með sér. Þegar ég kom að lá hún á gólfinu, og kettlingurinn var kominn með krampa. Ég tók þau í fangið og hljóp með þau út," sagði Árni Steinn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. "Mér brá við þetta, og var hræddur um systur mína, en ég er auðvitað glaður að þetta fór svona vel," bætti hann við. MYNDATEXTI: Árni Steinn, 12 ára, og systir hans Kristrún, 10 ára, ánægð með björgun litlu systur sinnar. Með þeim er hundurinn Depill.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar