Árni Steinn og Kristrún á Oddgeirshólum
Kaupa Í körfu
Tólf ára drengur bjargaði lífi systur sinnar nærri Selfossi FJÖGURRA ára stúlka, Elín Inga Steinþórsdóttir, missti meðvitund vegna metangaseitrunar í fjósi á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi um hádegisbil í gærdag. Var snarræði 12 ára bróður stúlkunnar, Árna Steins Steinþórssonar, henni til lífs, er hann bjargaði henni undir bert loft. "Við komum inn í fjósið, og mér varð litið á nautgripina, sem margir litu ansi undarlega út. Sumir voru farnir að slefa, lágu á gólfinu og einhverjir orðnir meðvitundarlausir. Meðan ég var að athuga gripina hélt Elín áfram að leika sér, og var með kettlinginn með sér. Þegar ég kom að lá hún á gólfinu, og kettlingurinn var kominn með krampa. Ég tók þau í fangið og hljóp með þau út," sagði Árni Steinn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. "Mér brá við þetta, og var hræddur um systur mína, en ég er auðvitað glaður að þetta fór svona vel," bætti hann við. MYNDATEXTI: Árni Steinn, 12 ára, og systir hans Kristrún, 10 ára, ánægð með björgun litlu systur sinnar. Með þeim er hundurinn Depill.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir