Héraðsdómur Reykjaness
Kaupa Í körfu
Fimm ára fangelsi fyrir smygl á 5.000 e-töflum Kona frá Sierra Leone á sjúkrahúsi vegna erfiðleika á meðgöngu HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 25 ára konu frá Sierra Leone í fimm ára fangelsi fyrir að hafa sem burðardýr reynt að smygla rúmlega 5.000 e-töflum til landsins. Taldi dómurinn það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að hún hefði vitað af fíkniefnunum í bakpoka sínum þegar tollverðir stöðvuðu hana í Leifsstöð. Konan, sem heitir Fanta Sillah, væntir barns þann 7. október nk. og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Í gærkvöldi var hún flutt á sjúkrahús vegna erfiðleika sem fylgt hafa meðgöngunni. Verjandi hennar, Guðmundur B. Ólafsson hrl., segir að hún muni væntanlega liggja á sjúkrahúsinu þar til að fæðingin er afstaðin. MYNDATEXTI: Jónas Jóhannsson héraðsdómari afhendir Guðmundi B. Ólafssyni hrl., verjanda Fanta Sillah, málsgögn í dómsalnum í gær.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir