Kýr með kálf

Atli Vigfússon

Kýr með kálf

Kaupa Í körfu

Gott að kúra hjá mömmu," gæti þessi kálfur verið að segja en Búkolla kom ekki til mjalta á fimmtudag og hafði þá falið sig í grasinu þegar hún var búin að bera og kara afkvæmið. Litli bolakálfurinn hennar var svolítið óstöðugur á fótunum þegar hann reis upp frá værum blundi til þess að fara heim í fjós og ekki mátti Búkolla sjá af honum eina mínútu. Eftir göngutúrinn fékk hann mikið af glóðvolgri broddmjólk áður en hann tók sér næstu hvíld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar