Óperan Fósturlandsins Freyja

Albert Kemp

Óperan Fósturlandsins Freyja

Kaupa Í körfu

ÓPERAN "Fósturlandsins Freyja" var frumflutt í Fáskrúðsfjarðarkirkju í gær, en flutningur hennar er hluti af frönskum dögum, sem nú eru haldnir á staðnum. Óperan, sem er sannsöguleg, er eftir Josep-Guy Ropartz og nefnist á frönsku "Le Pays". Fjallar hún um íslenska stúlku er hjúkrar frönskum sjómanni sem bjargaðist í land úr skipskaða er varð í Lónsbugt fyrir 130 árum. Ropartz samdi óperuna árin 1908-10 eftir smásögu bretónska rithöfundarins Charles Le Goffic, og var hún frumflutt í Nancy í Frakklandi árið 1912. Söngvarar í óperunni eru Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson. Undirleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir og sögumaður Elín Pálmadóttir. Húsfyllir var við frumflutninginn á Fáskrúðsfirði og voru flytjendum og undirleikara færðir blómvendir í lok skemmtunar. Eftir flutning óperunnar sungu þau nokkur aukalög og var vel fagnað í lokin. MYNDATEXTI: Elín Pálmadóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir að loknum flutningi óperunnar "Fósturlandsins Freyja" í Fáskrúðsfjarðarkirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar