Fjölskyldan á Oddgeirshólum

Sigurður Jónsson

Fjölskyldan á Oddgeirshólum

Kaupa Í körfu

Komin heim af sjúkrahúsi eftir eitrun í fjósinu ÞURÍÐUR Einarsdóttir, húsfreyja á Oddgeirshólum, sá út um eldhúsgluggann á fimmtudagsmorgun hvar Árni Steinn, tólf ára sonur hennar, kom hlaupandi með Elínu Ingu, fjögurra ára systur sína, í fanginu og líka köttinn Gráfinn. "Ég hljóp út á móti honum því ég sá að hún var máttlaus í fanginu á honum. Hún byrjaði fljótt að hreyfa sig og ég náði strax sambandi við Neyðarlínuna þar sem ég fékk góð ráð og síðan beint samband við lækni og það hjálpaði mikið," sagði Þuríður. Hún kom heim með Elínu Ingu af spítalanum í gær eftir óhappið á fimmtudag þegar Elín Inga missti meðvitund af völdum metangass sem myndaðist þegar verið var að losa haughúsið undir fjósinu. Þuríður hrósaði mjög öllum aðgerðum Neyðarlínunnar og aðbúnaði sem hún og Elín Inga nutu á spítalanum. "Ég fór inn í fjósið, fann sterka lykt og sá að dýrin lágu niðri. Þá sá ég Elínu Ingu liggja á gólfinu með köttinn. Ég bara tók þau í fangið og hljóp með þau út úr fjósinu og inn í bæ. Ég var í sjokki á eftir en nú er ég auðvitað mjög glaður," sagði Árni Steinn, tólf ára, sem bjargaði systur sinni. MYNDATEXTI: Fjölskyldan á Oddgeirshólum. Elín Inga með köttinn Gráfinn, Kristrún systir hennar er með kisuna Snæljós og á milli þeirra er Árni Steinn. Fyrir aftan standa hjónin Þuríður Einarsdóttir og Steinþór Guðmundsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar