Musica ad Gaudium og Eydís Franzdóttir

Þorkell Þorkelsson

Musica ad Gaudium og Eydís Franzdóttir

Kaupa Í körfu

Tónlist | Musica ad Gaudium heldur þrenna tónleika hér á landi TÉKKNESKI tónlistarhópurinn Musica ad Gaudium er nú staddur hér á landi og heldur hér þrenna tónleika. Það er Eydís Franzdóttir óbóleikari sem stendur fyrir komu hópsins til landsins, en hún mun koma fram með honum sem gestahljóðfæraleikari í nokkrum verkum. Eydís segir að hópurinn hafi sérhæft sig í tónlist frá endurreisnar- og barokktímabilinu. Hann sé afar virtur á sínu sviði og mikill fengur sé í komu hópsins til Íslands. "Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars margoft gert upptökur fyrir tékkneska útvarpið, og haldið fjölda tónleika í Tékklandi og nágrannalöndum," segir hún. Í Musica ad Gaudium eru Andrea Brožáková sópransöngkona, Alena Tichá semballeikari, Jaromír Tichý flautuleikari og Václav Kapusta fagottleikari. Allt er þetta tónlistarfólk í fremstu röð, hver á sínu sviði. Hópurinn hefur starfað síðan árið 1987 og farið mjög víða, en hann er með höfuðstöðvar sínar í Pilzen í Vestur-Tékklandi. MYNDATEXTI: Musica ad Gaudium ásamt Eydísi Franzdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar