Brúðarbandið

Þorkell Þorkelsson

Brúðarbandið

Kaupa Í körfu

Tónlist | Brúðarbandið með útgáfutónleika "ÞRENGRI buxur, berar bringur, yngri stráka, betri stráka, meira gloss, meira blíng, bleikt vatn í sundlaugum! Meiri gleði, meiri greddu, fleiri kossa, meiri sleik, fleiri stjörnur, meiri hita, skærari norðurljós!" Þannig hljómaði hluti af þeirri stefnuskrá sem liggur plötunni "Meira!" til grundvallar, en hljómsveitin Brúðarbandið kynnti þennan frumburð sinn í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudagskvöldið við góðar undirtektir áheyrenda. Heyrðust þær raddir meðal áheyrenda að spilamennska stúlknanna hefði við æfingar og upptökur á plötunni pússast þó nokkuð til og hljómuðu þær að sögn afar áheyrilega. Þá börðu þær boðskap sinn, pólitískan eða af heimilislegri toga, þéttingsfast inn í höfuð áheyrenda með textum sem endurspegla reynsluheim og frumkraft einnar af hámenntuðustu hljómsveitum Íslands nútímans. MYNDATEXTI: Rammpólitískar og fullar af boðskap sem á erindi til fólks úr öllum áttum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar