Við Langasjó

Ragnar Axelsson

Við Langasjó

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er engu líkara en hópur ógnandi bergrisa og þursa fylgist með smávöxnum ferðamönnunum sem lögðu leið sína að Langasjó í vikunni. Fjölda andlita má sjá í sorfnum klettunum. Þessi furðustaður er við rætur Breiðbaks, hæsta fjallsins vestan við Langasjó, en hann er 1.018 metra hár. Breiðbakur er hluti Tungnaárfjalla. Austan við Langasjó eru Fögrufjöll. Vatnið sjálft er um 20 km langt en breiðast aðeins um 2 km. Langisjór er ekki í alfaraleið en hann er að mati margra sem til þekkja eitt fegursta stöðuvatn landsins. Með fyrirhugaðri Skaftárveitu er ætlunin að veita vesturkvíslum Skaftár inn í Langasjó með stíflu, og frá Langasjó yrði vatninu veitt um jarðgöng undir Tungnaárfjöll til Lónakvíslar á vatnasvæði Tungnaár og Þjórsár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar