Ólafur Kjartan Sigurðarson

Ólafur Kjartan Sigurðarson

Kaupa Í körfu

RIGOLETTO Verdis verður næsta hlutverk Ólafs Kjartans Sigurðarsonar barítónsöngvara á óperusviðinu og þá í uppsetningu Mid Wales Opera á Bretlandi. Ólafur Kjartan, sem varð fyrsti söngvarinn til að hljóta fastráðningu hjá Íslensku óperunni, hefur nú sagt skilið við vinnuveitanda sinn í bili en ráðningarsamningur hans rennur formlega út í næsta mánuði. Í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins í dag segir Ólafur Kjartan frá því að flest verkefni sín hafi hann fengið í gegnum leikstjóra og tónlistarstjórnendur sem þekkja hann af afspurn. Titilhlutverkið í Rigoletto hlaut hann hins vegar eftir prufusöng á vormánuðum. "Það er líka mjög gaman að fá verkefni þannig," segir Ólafur Kjartan. "Reyndar sagði Jamie Hayes leikstjóri, vinur minn: "Þú hefur ekki einu sinni þurft að syngja, þú ert svo ljótur að þeir hafa ráðið þig á staðnum!" Ég þarf náttúrlega að syngja krypplinginn." MYNDATEXTI: Ólafur Kjartan Sigurðarson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar