Stefan Schlett

©Sverrir Vilhelmsson

Stefan Schlett

Kaupa Í körfu

Nýtur þess að klífa fjöll og hlaupa maraþon við sérstakar aðstæður OFURHUGINN og langhlauparinn Stefan Schlett var meðal þeirra sem tók þátt í Laugavegshlaupinu milli Landmannalauga og Þórsmerkur um síðustu helgi. Þetta er annað sumarið sem hann ferðast hingað til lands til að hlaupa og klífa fjöll, en hann hefur fengist við íþróttir af ýmsu tagi í rúmlega 23 ár. Hann var fyrstur Þjóðverja til að hafa hlaupið maraþon í öllum heimsálfunum 7, og sömuleiðis hefur hann tekið þátt í hæsta maraþoni heims, á Everest-tind, og því lægsta, í Ísrael. Hann hefur einnig tekið þátt í hlaupi þvert yfir heilar heimsálfur, til dæmis fimm þúsund kílómetra hlaupi frá Lissabon til Moskvu á síðasta ári. MYNDATEXTI: Stefan Schlett við tjaldið sitt á tjaldstæðinu í Laugardal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar