Frjálsíþróttamót á Laugardalsvelli

Þorkell Þorkelsson

Frjálsíþróttamót á Laugardalsvelli

Kaupa Í körfu

Eitt Íslandsmet var slegið á Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina og var þar enn einu sinni að verki Sunna Gestsdóttir úr UMSS sem hljóp 100 metrana hraðast, á 11,63 sekúndum. Nokkur spenna skapaðist fyrir mótið þar sem nokkrir keppendur voru taldir eiga möguleika á að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleika, en af því varð ekki í þetta sinn. MYNDATEXTI: Eins og við var að búast hafði Þórey Edda Elísdóttir úr FH örugga forystu í stangastökkinu. Hún stökk yfir 4,20 og reyndi síðan við móts- og vallarmetið en komst ekki yfir 4,41 metra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar