Ólafur Kjartan Sigurðarson

Ólafur Kjartan Sigurðarson

Kaupa Í körfu

Það er stund milli stríða hjá Ólafi Kjartani sem nýlega sameinaðist aftur fjölskyldu sinni eftir sigurförina í Lundúnum. Fríið er þó stutt því um miðjan ágúst fer hann aftur utan til æfinga á Rigoletto Verdis, þar sem hann fer með titilhlutverkið í uppsetningu Mid Wales Opera. "Þetta er að verða alveg magnað starfsár hjá mér," segir hann, með svo mikilli áherslu að maður sannfærist eins og skot. "Jack Rance er risastórt hlutverk og í þessu Verdi-barítón fagi sem liggur hátt og er dramatískt þannig að það var draumastaða fyrir mig að fá að syngja það. Síðan styttist í minn fyrsta Rigoletto og í beinu framhaldi af því kemur sjálfur Scarpia í Toscu á Íslandi. Þannig að ég er hamingjusamasti barítóninn í bænum, það er engin spurning."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar