Þórunn Björnsdóttir

Þórunn Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Þórunn Björnsdóttir sussaði á fólk í strætó þegar hún var tveggja ára, ef það truflaði sönginn hennar. Hún syngur enn fyrir munni sér í daglegu amstri, en fyrst og fremst stýrir hún öðrum í söng - stjórnar sex barnakórum og hefur þrjátíu ára reynslu af því að hvetja og knúsa söngelska unglinga í Kópavogi. Og allir eru velkomir í kóra Þórunnar því þar ríkir ekki samkeppni heldur samkenndin ein. MYNDATEXTI:Segja má að tónlistin eigi heimili í húsi Þórunnar og fjölskyldu í Kópavoginum. Eiginmaður hennar er Marteinn H. Friðriksson, stjórnandi Dómkórsins og undirleikari Skólakórs Kársness. " Það er þegjandi samkomulag að ég syng hjá honum í Dómkórnum og hann spilar undir hjá mér," segir Þórunn. Elsti sonur þeirra, Kolbeinn, er í framhaldsnámi í almannatengslum í Skotlandi og spilar á saxófón sér til skemmtunar, Þóra er í tónlistarnámi í Gautaborg og hefur m.a. samið verk fyrir Skólakór Kársness, María lærði á fiðlu til margra ára og nemur nú eðlisfræði við HÍ og yngsti sonurinn Marteinn, sem er nýfermdur, æfir sig á rafmagnsbassa alla daga og ætlar að verða rokkstjarna. Ömmustelpan Birna Rún Kolbeinsdóttir, 5 ára er líka lagvís lítil stúlka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar