Köttur með grænt og blátt auga

Köttur með grænt og blátt auga

Kaupa Í körfu

Litlaus Þau eru sérstök augun í þessum kisa sem var á vappinu á Rauðarárstíg þegar ljósmyndari hitti á hann. Hanna Arnórsdóttir dýralæknir segir það ekki óalgengt að hvítir kettir séu með mislit augu. Skortur á litarefnum orsakar hvíta feldinn, og því minni litarefni sem eru í augunum því blárri eru þau. Mislit augu há kisa þó ekki, en hitt gæti verið verra að hann gæti verið heyrnarlaus á því eyra sem er við bláa augað þar sem sami genagallinn veldur heyrnleysi og litleysi í auganu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar