Bæjarskemmtun Grundfirðinga

Gunnar Kristjánsson

Bæjarskemmtun Grundfirðinga

Kaupa Í körfu

"Sveitt og svöl í Grundó" Grundarfjörður | Bæjarskemmtun Grundfirðinga fór fram um helgina og þótti takast vel. Að sögn Hrafnhildar Jónu Jónasdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, settu hverfasamkomurnar og skrúðgöngur hverfanna skemmtilegan svip á hátíðina að þessu sinni. Grundarfjarðarbæ var skipt í fjögur hverfi sem hvert hafði sinn lit, gulan, rauðan, grænan og bláan. Strax á fimmtudagskvöldi mátti sjá íbúa bæjarins þyrpast út til að skreyta umhverfi sitt í réttum lit. Á laugardagskvöld kl. 18 var síðan sameiginleg grillveisla á grænum svæðum í hverju hverfi fyrir sig en síðan var gengið fylktu liði frá hverjum stað niður á hafnarsvæðið þar sem hvert hverfi flutti sitt skemmtiatriði. Að þeim loknum hófst bryggjuball. MYNDATEXTI: Alla leið: Gænt skal það vera, sagði skreytingameistarinn og torflagði svo að sjálfsögðu jeppann sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar