Skemmtiferðaskip

Árni Torfason

Skemmtiferðaskip

Kaupa Í körfu

SKEMMTIFERÐASKIPIN eru af mörgum talin flaggskip hafanna, enda bera þau mörg af í glæsileika og íburði, og þeim sem ferðast hafa í þess háttar farkosti líður það eflaust aldrei úr minni. Til þess að skipið geti siglt stolt um heimsins höf er eins gott að það sé ávallt vel útlítandi. Þessi starfsmaður skemmtiferðaskips í Reykjavíkurhöfn nýtti tækifærið, meðan skipið lá við festar og farþegarnir voru í skoðunarferðum, til að fara yfir skipsskrokkinn og sjá til þess að ekki sæjust óhreinindi áður en lagt væri úr höfn að nýju, þegar dagur væri að kveldi kominn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar