Hjallur og gangspil á Selströnd

Birkir Fanndal

Hjallur og gangspil á Selströnd

Kaupa Í körfu

Þegar ekin er Selströnd fyrir innan Drangsnes við Steingrímsfjörð, vekur óskipta athygli einstaklega snotur útgerðarsamstæða þar í fjörunni. Gamall hjallur laglega klæddur rekaviði, og gangspil, þetta eina sanna, og enn í notkun. Auk þess snotur skekta nokkru yngri, svo róa megi til fiskjar. Þetta er verstöð Braga Ingasonar, sem leitað hefur hér æskustöðvanna og nýtur umhverfisins ríkulega um sumardag langan. Vegfarendur njóta þess ekki síður að sjá svo vel og nosturslega við haldið minjum strandmenningar sem var.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar