Krossneslaug

Birkir Fanndal

Krossneslaug

Kaupa Í körfu

Þeir sem það reyna segja það óviðjafnanlegt að aka norður Strandir á góðviðrisdegi. Vegurinn er að vísu ekki sá besti á landinu, en umhverfið er engu líkt og fólkið viðræðugott. Fjölmargir ferðamenn leggja líka leið sína á Strandirnar til að njóta umhverfisins. Í Norðurfirði er ágætis verslun þar sem fá má allar helstu nauðsynjar og gististaðir víða ef menn vilja dvelja undir þaki. Í Árneshreppi eru skráðir 56 íbúar en miklu fleiri gestir eru þar lengur eða skemur sumardag langan. Sundlaugin á sjávarkambinum fyrir utan Krossnes er mikil gersemi og sýnilegt að hróður hennar hefur spurst víða því þangað er stöðugur straumur fólks sem kemur til að njóta baðsins. Laugin var byggð upp úr 1950 og er í eigu UMF Leifs heppna. Henni er vel við haldið og er hún sveitinni til sóma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar