Moldarmistur

Birkir Fanndal Haraldsson

Moldarmistur

Kaupa Í körfu

SKYGGNI fór niður í nokkur hundruð metra á öræfunum austur af Námaskarði þegar hvessti þar um hádegisbil í gær og svarbrúnn mökkur skyggði á alla fjallasýn um tíma. Ferðamenn spurðu á upplýsingamiðstöðinni í Mývatnssveit hverju sætti. Þeim var sagt að þetta kæmi sunnan frá jökuleyrum hálendisins. Er þetta talið versta moldviðri þar í nokkur ár og til marks um þurrviðrið sem verið hefur í sumar má nefna að áburður sem borinn var á snemma í júní hefur ekki runnið ennþá. Jökulsá á Fjöllum er í mjög miklum vexti nú. Þó er ekki hægt að tala um Jökulsárhlaup í henni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar