Halda þjóðvegi nr. 1 fjárlausum

Halldór Kolbeins

Halda þjóðvegi nr. 1 fjárlausum

Kaupa Í körfu

Unnið að því að halda þjóðvegi 1 fjárlausum í Húnaþingi Í SUMAR vinnur Vegagerðin að því að halda þjóðvegi nr. 1 fjárlausum í gegnum Húnaþing vestra með því lagfæra þær girðingar sem liggja að honum. Að sögn Ragnars Ármannssonar, verkstjóra Vegagerðarinnar á Hvammstanga, er um að ræða tilraunaverkefni en í gegnum árin hefur verið mikið um lausagöngu fjár á þessum kafla. "Þetta er mjög þarft verk og nauðsynlegt en mörg slys hafa hlotist vegna lausagöngu búfjár. Það má segja að það sé girðing beggja vegna við þjóðveginn langleiðina í gegnum sýsluna en þær eru misjafnlega gamlar og margar hverjar illa farnar." MYNDATEXTI: Ragnar Már Helgason og Sigurður Hólm Arnarsson lagfæra girðingu í Húnaþingi vestra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar