Helga María Gunnarsdóttir

Þorkell Þorkelsson

Helga María Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Helga María Gunnarsdóttir, 18 ára Reykjavíkurmær, er nýkomin frá Nýja-Sjálandi eftir að hafa dvalið þar í eitt ár sem skiptinemi. Nýja-Sjáland er í Suður-Kyrrahafinu um 1.700 kílómetra sunnan við Ástralíu. Nýja-Sjáland er eyjaklasi þar sem mest fer fyrir tveimur stórum eyjum sem kenndar eru við norður og suður. Helga María var á Suðureyjunni, um það bil eins langt og hægt er að komast frá Íslandi á byggt ból. Bærinn sem hún bjó í heitir Mosgiel. Á Nýja-Sjálandi búa hinir fornfrægu maórar (frumbyggjar) og frá þeim er komin mikil og merk menning. Á þessum ævintýralegu eyjum eru 60 milljónir kinda og hinn ófleygi kíwífugl er tákn Nýja-Sjálands. MYNDATEXTI: Helga María og ferðatöskufargan við heimkomuna frá Nýja Sjálandi. Litli frændi hennar bjó til skiltið uppi á vegg til að fagna heimkomu hennar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar