Forseti Íslands settur í embætti

Jim Smart

Forseti Íslands settur í embætti

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR Ragnar Grímsson var settur í embætti forseta Íslands þriðja sinni á sunnudag. Forsetinn veifar hér almenningi á Austurvelli af svölum Alþingishússins ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem skrýddist skautbúningi í tilefni dagsins. Í ræðu sinni við innsetninguna sagði Ólafur Ragnar m.a. að forsetaembættið hefði breyst í tímans rás og svo yrði áfram. "Mikilvægt er þó að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinnar og sess þess í stjórnskipun landsins um leið og tekist er á við umbreytingarnar sem einkenna framrás heimsins og framtíð Íslendinga," sagði forseti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar