Víkurfjara

Jónas Erlendsson

Víkurfjara

Kaupa Í körfu

Alda hreif þýskan ferðamann við Vík í Mýrdal Félagi mannsins sýndi snarræði við björgun "Það var erfitt að sjá hvar landið var," segir Martin Rank, þýski ferðamaðurinn sem var hætt kominn í sjónum neðan við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld. Hann telur sig heppinn að vera á lífi eftir að hafa velkst í öldurótinu í um níu mínútur. "Mér líður miklu betur," sagði Martin þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í gær. Þegar Martin er spurður hvað hann hafi verið að gera í sjónum segist hann hafa ætlað, ásamt félaga sínum, að skola sig í honum en ekki synda eins og fram hafi komið í fréttum. Öldugangur hafi verið þónokkur og alda hafi komið aftan að honum og hrifið hann út í sjó án þess að félagi hans gæti náð til hans. Martin segir félagann hafa brugðist hárrétt við en hann hljóp upp á þjóðveg og stöðvaði næsta bíl sem í voru fjórir Íslendingar. Þeir hafi verið með kaðal sem félaginn hafi svo hlaupið með út í sjó. Brugðu Íslendingarnir skjótt við og hringdu í Neyðarlínuna, sem kallaði út lögreglu og björgunarsveitarmenn. MYNDATEXTI: Læknir og björgunarsveitarmenn frá Vík hlúðu að manninum í fjörunni. Að sögn Hildar Lindar Kristjánsdóttur, eins íslensku ferðamannanna, fóru þau með félaga

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar