Útvarpsstöðin Létt 96,7

Jim Smart

Útvarpsstöðin Létt 96,7

Kaupa Í körfu

Útvarpsstöðin Létt 96,7 stóð á dögunum fyrir samkeppni um sumarlag stöðvarinnar. Keppendur sendu inn lög undir dulnefni og dómnefnd skipuð fagfólki valdi svo þrjú lög til úrslita. Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir flutti lögin þrjú en dómnefndin valdi sigurlagið í samvinnu við notendur vefsvæðisins www.tonlist.is. Lagið "Catch a Ride" stóð að lokum uppi sem sigurvegari en höfundar lags og texta eru þeir Snorri Petersen og Ólafur Ágúst Haraldsson. Lagið var frumflutt á Létt 96,7 síðastliðinn fimmtudag og var meðfylgjandi mynd tekin af því tilefni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar