Grasagarðurinn í Laugardal
Kaupa Í körfu
Rosmarinus officinalis RÓSMARÍNRUNNINN er afar ilmrík og bragðsterk planta. Þrátt fyrir að gildi hennar við matreiðslu sé umdeilt er margvísleg notkun hennar mjög útbreidd. Fyrir utan að vera notuð í ilmolíur sem hafa góð áhrif á hár og losa um höfuðverk og streitu sé þeim nuddað á gagnaugun, er rósmarín fyrst og fremst notað fjölbreytilega við matargerð. Rósmarín inniheldur nokkuð af A-vítamíni og talsvert af kalki, kalíum og járni. Það þarf að nota með nokkurri gætni vegna bragðstyrksins en sé það notað rétt er það gott í ýmislegt. Nokkur dæmi um notkun er í kjötsúpur, í dufti stráð yfir egg og beikon, stráð yfir steiktan fisk, í eggjakökur, grænmetissalöt, pasta- og spagettírétti o.s.frv. Aðallega má þó segja að rósmarín sé kjötkrydd. Algengast er að nota það með lambakjöti en það er líka gott með skelfiski, kálfakjöti, svínakjöti, kjúklingum (kvistum stungið inn í kjötið) og villibráð. Ekki síður í pottrétti ásamt hvítlauk og víni. Rósmarínrunninn er ættaður frá Miðjarðarhafinu og þrífst ekki utandyra. Vel er þó hægt að geyma hann í garðskála yfir veturinn og þá fæst blómgun snemma vors. Þegar hlýnar má svo fara með plöntuna út. Það sama gildir ef keypt er lítil planta eða notaðir græðlingar, sem mælt er með fyrir óþolinmóða því rósmarín getur verið fimm vikur að spíra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir