Sumaróperan marserar niður Laugaveginn
Kaupa Í körfu
SUMARÓPERAN hefur undanfarið verið við stífar æfingar en í ár setur hún upp verkið Happy End sem verður frumsýnt í Íslensku óperunni þann 7. ágúst. Þegar hlé er tekið frá æfingum eiga leikararnir það til að marsera fylktu liði niður Laugaveg og Bankastræti, syngjandi og trallandi. Það gerði Hjálpræðisher Sumaróperunnar, þau Eline McKay, Valgerður Guðnadóttir, Aðalsteinn Bergdal og Hallveig Rúnarsdóttir. Happy End, sem er eftir þá Kurt Weill og Bertolt Brecht, gerist í undirheimum Chicago-borgar á þriðja áratugnum. Þar eigast við Hjálpræðisherinn og harðsvírað glæpagengi með ófyrirséðum afleiðingum, en allt endar það vel að lokum...eða hvað? Um 15 leikarar og söngvarar koma fram í sýningunni ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum landsins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir