Ólympíufarar

Árni Torfason

Ólympíufarar

Kaupa Í körfu

Fimmtíu Íslendingar, keppendur og fylgdarlið, fara í næstu viku til Aþenu þar sem Ólympíuleikarnir 2004 verða settir föstudagskvöldið 13. ágúst. Þar af eru 26 keppendur, 5 þjálfarar, 5 flokksstjórar og 4 aðstoðarmenn í viðbót, 3 fararstjórar frá ÍSÍ, læknir og sálfræðingur. Síðan taka 5 Íslendingar þátt í dómgæslu í tveimur greinum á leikunum, handknattleik og fimleikum, en þeir eru reyndar ekki á vegum Íþrótta- og Ólympíusambandsins, heldur á vegum sinna alþjóðlegu sambanda. MYNDATEXTI: Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem tekur þátt í Ólympíuleikunum, og Kristín Rós Hákonardóttir, sem tekur þátt í Ólympíumóti fatlaðra, í ólympíubúningi Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar