Skemmtiferðaskip

Kristján Kristjánsson

Skemmtiferðaskip

Kaupa Í körfu

Þótt flestir landsmenn sem sóttu Akureyri heim um nýliðna helgi séu farnir til síns heima er enn töluvert líf í bænum. Í gær höfðu þrjú skemmtiferðaskip viðkomu á Akureyri, tvö lágu við bryggju og eitt við festar á Pollinum. Með þessum þremur skipum komu um 3.000 farþegar.Delphin Renaissance lá við festar á Pollinum og voru farþegarnir fluttir sjóleiðina til lands, við Oddeyrarbryggju lá Prinsemdan við festar en Funchal, minnsta skipið, lá við Oddeyrarbryggju. Alls er von á 53 skemmtiferðaskipum í sumar, eða fleiri en nokkru sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar